2 Nóvember 2010 12:00

Lúlli löggubangsi varð fyrir smá óhappi um daginn og þurfti að leita sér aðstoðar á Bangsaspítalanum. Sem betur fer voru meiðsli hans ekki alvarleg og Lúlli var útskrifaður eftir að læknar og hjúkrunarfólk höfðu skoðað hann gaumgæfilega. Þess má geta að það var líf og fjör á Bangsaspítalanum þegar Lúlli var þar til meðhöndlunar enda margir aðrir bangsar, og einstaka dúkkur, mættir í læknisskoðun. Ástæðan fyrir öllum þessum fjölda sjúklinga mátti rekja til svokallaðs opins bangsaspítala en að honum stóð Lýðheilsufélag læknanema.

Heimasíða Lýðheilsufélags læknanema

Lúlli löggubangsi í góðum félagsskap.

Læknirinn kíkti á bágtið.