9 September 2008 12:00

Lúlli löggubangsi var á meðal gesta á hverfahátíð á Miklatúni um síðustu helgi en þar skemmtu sér saman íbúar í miðborginni og Hlíðahverfi. Í boði var fjölbreytt dagskrá við allra hæfi. Að hátíðinni stóð félag sem nefnist Samtaka en hátíðin er árlegur viðburður. Á meðfylgjandi mynd sést Lúlli löggubangsi í góðum félagsskap með Þórdísi Helgu, bekkjarbangsanum hennar (Benedikt) og rannsóknarlögreglumanninum Haraldi Sigurðssyni.