7 Nóvember 2007 12:00

Lúlli löggubangsi fór í guðsþjónustu í Laugarneskirkju um síðustu helgi og lét vel af heimsókninni í guðshúsið. Lúlla fannst gaman að hitta alla krakkana sem þar voru en í sókninni er greinilega öflugt barnastarf. Krakkarnir höfðu margs að spyrja og Lúlli á örugglega eftir að fara oftar í kirkju eftir þessa skemmtilegu upplifun. Þá ætlar Lúlli líka að muna eftir því að taka ofan hjálminn en hann gleymdi því alveg að þessu sinni. Þess má geta að Lúlli var aldeilis ekki einn í för því honum samferða voru félagar í Lögreglukórnum en þeir sungu við messuna.

Björk Pálmadóttir, 5 ára, og Lúlli eru mestu mátar.

Kristján Þórðarson, 4 ára, og Gígja Hrönn Þórðardóttir, 6 ára, voru ófeimin við Lúlla.