30 Janúar 2015 11:51

Lögreglunni á Suðurnesjum barst í vikunni tilkynning um vinnuslys í fiskvinnsluhúsi í Grindavík, þar sem lyftara hafði verið ekið yfir fót konu sem þar starfar. Stjórnandi lyftarans var að bakka honum í gegnum dyr milli vinnslusala þegar óhappið varð. Í fyrstu var talið að konan hefði fótbrotnað og var hún flutt á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja til aðhlynningar. Betur fór þó en á horfðist því hún slapp með minni háttar meiðsl.