19 Maí 2009 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að þremur bifhjólum sem stolið var á Kjalarnesi um síðustu mánaðamót. Þetta eru tvö Kawasaki KX250F, árgerð 2007, og Yamaha WR 400FK, árgerð 1998, en skráningarnúmer þess er VZ-906. Kawasaki bifhjólin eru mjög svipuð en annað er með rauðu twinwall-stýri, svörtum hlífum og asv handföngum. Hitt er með sprautaðan svartan hljóðkút og hvítar hlífar.  Bifhjólin má sjá á meðfylgjandi myndum en fatnaði ökuþórsins var sömuleiðis stolið en um er að ræða galla, skó, hjálm og hnéspelkur.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1185 (á skrifstofutíma). Upplýsingar má einnig senda á netfangið arni.palsson@lrh.is