19 Desember 2007 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir eiganda myndavélar sem fannst við húsleit í austurborg Reykjavíkur í gærdag. Þar fundust nokkrir munir sem talið er að séu þýfi en myndavélin var þar á meðal. Hún er af Nikon-gerð eins og sjá má hér að neðan. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband í síma 444-1000.