8 Apríl 2009 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að bifhjóli sem stolið var frá fjölbýlishúsi í Brattholti í Hafnarfirði. Tilkynnt var um þjófnaðinn í byrjun mánaðarins en hjólinu kann þó að hafa verið stolið fyrr. Um er að ræða Harley Davidson VRSC, grátt og svart að lit, árgerð 2002, skráningarnúmer ZN-962 en samskonar bifhjól má sjá á meðfylgjandi mynd. Þeir sem geta veitt upplýsingar um málið eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða 444-1100.