3 Desember 2014 15:40
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ljósgrárri Hondu CR-V með skráningarnúmerið MZ-437, en bílnum var stolið frá Vogatungu í Kópavogi í síðustu viku, nánar tiltekið á tímabilinu frá fimmtudegi til laugardags. Sjáist bíllinn í umferðinni skal hringja tafarlaust í 112, en upplýsingum um hvar bíllinn er niðurkominn má sömuleiðis koma á framfæri í einkaskilaboðum á fésbókarsíðu Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.
Rétt er að taka fram að á bílnum er áberandi vindskeið og þá er stæðiskort fatlaðra í glugganum. Í bílnum eru enn fremur nokkrir persónulegir munir eigandans og honum því afar dýrmætir.
Meðfylgjandi eru myndir af samskonar bíl og stolið var í Vogatungu.