29 Júní 2012 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir gulum hraðbáti, sem var stolið af bifreiðastæði við Faxafen í Reykjavík í gærkvöld eða nótt, eða á tímabilinu frá kl. 23-06. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar báturinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is
Báturinn, sem var á bátavagni með bláum brettum, er 3-4 metrar að lengd og u.þ.b. 1,5 metrar á breidd. Botninn er grámálaður að innverðu, gler dökklitað og mælaborð leðurklætt í svörtum lit.
Þessum báti var stolið í Faxafeni í Reykjavík.