11 Mars 2012 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir kerru sem var stolið frá Búagrund á Kjalarnesi á tímabilinu 8. – 10. mars sl. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar kerran er niðurkomin eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1180 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is Þess má jafnframt geta að undanfarið hafa lögreglu borist nokkrar tilkynningar um kerruþjófnað og því ættu kerrueigendur að leita leiða til að geyma þær með öruggum hætti, ef þess er nokkur kostur.

Samkvæmt eiganda kerrunnar, sem nú er lýst eftir, er hún auðþekkjanleg á marga vegu.  Kerran er 2100 x 1200 mm grá (galvaniseruð). Annar ljósabúnaður var settur í hana að aftan (heil hvít plastplata með ljósum), fest í svörtu límkitti. Beislið er örlítið beyglað, nefhjólið er skakkt og laust, rafmagnssnúran of löng og rúlluð upp innan í beislinu. Svartur blettur að ofan hægra megin að aftan. Þetta er kerra sem Byko seldi og er hún merkt með plötu frá þeim. Einnig var stolið rampi sem lá í henni.

Samskonar kerra og var stolið á Kjalarnesi.