20 Janúar 2012 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir rafstöð og kerru sem var stolið úr geymslu í Víðinesi á tímabilinu 30. desember til 11. janúar. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar þessir hlutir eru niðurkomnir eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1180 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is