8 Maí 2013 12:00

Lögreglan á Vestfjörðum lýsir eftir Sindra Má Óskarssyni.  Sindri Már hefur verið í vistun á vegum barnaverndaryfirvalda í Barðastrandasýslu en strauk þaðan snemma  í morgun.  Sindri Már, sem er fæddur árið 1996, er skolhærður (krúnurakaður) og um 180 cm hár.  Hann er líklega klæddur blárri og svartri úlpu, gráum joggingbuxum, svörtum addidasskóm og með svarta/fjólubláa derhúfu.  Sindri Már notar gleraugu.

Þeir sem geta veitt upplýsingar um ferðir eða dvalarstað Sindra Más eru beðnir um að hafa samband við lögregluna á Vestfjörðum í síma 450 3730 eða 112.