27 Desember 2012 12:00
Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir grænum Skoda Felicia (árgerð 1995) með skráningarnúmerið VI-276, en bílnum var stolið í Barmahlíð í Reykjavík um miðjan mánuðinn. Til frekari glöggvunar má geta þess að dæld er á hægra frambrettinu, en auk þess er einnig dæld á afturstuðara bílsins.
Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is Sjáist bíllinn í umferðinni skal hringja í 112, en þá getur lögreglan brugðist strax við.
Samskonar bíll og leitað er að.