20 Júlí 2010 12:00

Um nýliðna helgi, 17. og 18. júlí 2010, var stolið hlutum úr heyvinnslutæki, n.t.t. rakstravél, sem stóð á túni við þjóðveg nr. 61 í Ísafirði í Ísafjarðardjúpi, innan við bæinn Múla.  Um er að ræða verðmæta hluti úr vélinni og er um töluvert tjón að ræða hjá eiganda.

Lögreglan á Vestfjörðum óskar eftir upplýsingum frá þeim sem kunna að hafa séð bíl eða til mannaferða við þessa rakstrarvél um nýliðna helgi að hafa samband í síma 450 3730.

Fyrir ókunnuga þá er Ísafjörður innsti fjörðurinn í Ísafjarðardjúpi.