28 Nóvember 2012 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir steingráum Volkswagen Polo (árgerð 2012) með skráningarnúmerið DF-F11, en bílnum var stolið í Hvassaleiti í Reykjavík í nótt (eða á tímabilinu frá kl. 23.30 í gærkvöld til kl. 10 í morgun). Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is 

Samskonar bíll og var stolið í nótt.