30 Október 2006 12:00
Um kl. 17:00 í gær fékk lögreglan í Árnessýslu tilkynningu um fólksbifreið utan vegar við Nesjavallaveg, norðan Dyrafjalla. Eftirgrenslan lögreglu leiddi í ljós að umráðamáður bifreiðarinnar hafði farið á henni í bíltúr s.l. fimmtudag en ekki hafði spurst til hans eftir það. Nánari athugun lögreglu leiddi í ljós að bifreiðin hafði lent út af veginum og fest og verið skilin eftir á umræddum stað einhverntíman á milli 12:00 og 18:00 á fimmtudeginum en þá var veður slæmt á þessum slóðum, hvass vindur af suðri og mikil úrkoma í formi snjókomu eða slyddu.
Björgunarsveitir voru kallaðar út þegar þetta lá fyrir og fannst umráðamaður bifreiðarinnar látinn, um miðnættið í gærkvöldi, í um 500 metra fjarlægð frá henni. Af ummerkjum má leiða líkur að því að hann hafi ætlað að ganga til byggða en hrakist undan veðrinu og orðið úti.
Hinn látni hét Jóhann Haraldsson til heimilis að Reyrhaga 18 á Selfossi. Hann var 41 árs, ókvæntur og barnlaus.
Í þágu rannsóknar málsins óskar lögreglan á Selfossi eftir upplýsingum um menn sem viðrast hafa gert sér leik að því að velta bifreið hins látna eftir að hann gekk frá henni á vettvangi en vísbendingar eru á vettvangi um að það hafi verið gert eftir að veður gekk niður á þessum slóðum.