19 Febrúar 2011 12:00

Beita þurfti piparúða við handtöku manns á Selfossi um níuleytið í  gærkvöldi.  Lögreglumenn höfðu fylgst með manninum vegna gruns um að hann væri með fíkniefni.  Maðurinn fyrtist við afskiptum lögreglumannanna og óhlíðnaðist fyrirmælum þeirra.  Við handtöku brást maðurinn hinn versti við og veitti öfluga mótspyrnu sem varð til þess að piparúða var beitt á hann.  Við það slaknaði á mótþróanum.  Við leit á manninum fundust rúmlega 15 grömm af marijuna.  Við yfirheyrslu viðurkenndi maðurinn að hafa átt fíkniefni sem fundust á honum.  Efnin kvaðst hann hafa verið nýbúin að kaupa í Reykjavík og ætlaði þau til eigin neyslu.  Rannsókn málsins er lokið og verður sent til ákæruvalds.