19 Febrúar 2016 08:36

Lögreglan á Suðurlandi handtók í gærdag erlendan karlmann í Vík í Mýrdal vegna gruns um vinnumansal.  Fyrir liggur grunur um að maðurinn hafi haldið tveimur  konum með erlent ríkisfang í vinnuþrælkun.  Lögreglan á Suðurnesjum, mansalsteymi lögreglustjórans á höfuðborgarsvæðinu, sérsveit ríkislögreglustjóra veittu aðstoð við aðgerðina auk starfsmanna ríkisskattstjóra.  Rannsókn er í fullum gangi og á viðkvæmu stigi og lögreglan mun ekki veita frekari upplýsingar að svo stöddu.