27 Febrúar 2012 12:00

Aðfaranótt laugardagsins handtók lögreglan á Akureyri mann grunaðan um ránið í Fjölumboðið við Skipagötu s.l. fimmtudag. Maðurinn var á númerslausum bíl í annarlegu ástandi. Hann hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 29. feb. og er málið í rannsókn.