18 Maí 2011 12:00

Banaslys varð í Hrunamannahreppi í gær, þriðjudag.  Lögreglan á Selfossi fékk tilkynningu rétt fyrir kl. 23:00 um að slys hefði orðið er grjóthnullungur fór í gegnum þak á  vélgröfu og lenti á stjórnanda hennar.  Engin vitni voru að slysinu.  Hinn látni var einn við vinnu í efnisnámu þegar losnaði um grjótið sem var í stáli ofan við gröfuna. Komið var að manninum látnum eftir að farið var að grenslast fyrir um hann skömmu fyrir kl. 23:00.  Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins.  Ekki er mögulegt á þessari stundu að upplýsa frekar um slysið því rannsókn er á frumstigi.  Vinnueftirlit ríkisins mun koma að rannsókn málsins.