20 Nóvember 2014 12:00

Aðfaranótt mánudagsins 17. nóvember sl. var óskað eftir lögregluaðstoð í heimahús á Ísafirði vegna manns í sjálfsvígshugleiðingum en tilkynningu til lögreglu fylgdu upplýsingar um að maðurinn væri með skurðáverka á handleggjum.    Vegna ógnandi tilburða mannsins sem hótaði lögregu með hnífi á lofti og reyndi að leggja til þeirra reyndist nauðsynlegt fyrir lögreglu að vopnbúast en við það róaðist maðurinn og gaf sig á vald lögreglu.   Aðstæður lögreglumanna voru viðsjárverðar og mikilvægt að tryggja öryggi þeirra en vægari valdbeitingarúrræði komu ekki að gagni við þessar aðstæður.    Farið var með manninn á sjúkrahús þar sem gert var að sárum hans en að því loknu var hann færður í fangaklefa.   Að yfirheyrslum loknum var hann frjáls ferða sinna. Lögregla hefur áður þurft að hafa afskipti af manni þessum vegna ýmissa brota.