15 Ágúst 2014 12:00

Í gærdag af kröfu lögreglunnar á Akureyri var rúmlega þrítugur karlmaður úrskurðaður í gæsluvarðhald í Héraðsdómi norðurlandseystra til föstudagsins 22. ágúst n.k.  Maðurinn var handtekinn s.l. miðvikudag og er grunaður um að hafa brotið gegn tveimur átta ára drengjum kynferðislega.  Rannsókn málsins er á viðkvæmu stigi og því ekki hægt að veita frekari upplýsingar að svo stöddu.