14 Desember 2007 12:00

29. nóvember s.l. var maður handtekinn á innbrotsvettvangi í Ísakoti, ofan Búrfellsvirkjunar í Árnessýslu. Í framhaldi af handtökunni vaknaði grunur um að hann tengdist fjölda brota og var hann úrskurðaður í gæsluvarðhald til kl. 16:00 í dag í þágu rannsóknarinnar.

Rannsókn málsins leiddi í ljós að hann hafði gerst sekur um fjölda þjófnaðarmála og hefur hann nú verið ákærður fyrir 10 brot, nytjastuld, þjófnað, húsbrot og hylmingu. Ákæran var þingfest í dag og játaði ákærði brot sín. Málið var í framhaldi af því tekið til dóms og er hans að vænta á næstu dögum. Ákærði var jafnframt, að kröfu sýslumannsins á Selfossi, úrskurðaður í gæsluvarðhald til föstudagsins 4. janúar 2008 en þó ekki lengur en fram að því að dómur gengur í málinu.