11 Apríl 2016 11:18

Bifreið sem var á ferð eftir Reykjanesbraut um helgina mældist á 149 km. hraða þar sem hámarkshraði er 90. km. Undir stýri var 18 ára piltur. Annar ökuþór mældist á 132 km. hraða, einnig á Reykjanesbrautinni.  Fleiri ökumenn brutu af sér í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina. Allmargir lögðu bifreiðum sínum ólöglega, m.a. á gangstéttum eða að þeir virtu ekki stöðvunarskyldu.