27 Maí 2015 10:26

Ellefu ökumenn hafa verið kærðir fyrir of hraðan akstur í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum á síðustu dögum. Sá sem hraðast ók mældist á 166  km. hraða á Reykjanesbraut, þar sem hámarkshraði er 90 km. á klukkustund.  Hann var sviptur ökuréttindum til bráðabirgða á lögreglustöð, auk þess sem hann þarf að greiða 150.000 króna fjársekt og fær þrjá refsipunkta í ökuferilsskrá. Annar ökumaður mældist á 162 km. hraða og sá þriðji ók á 157. km. hraða. Aðrir óku ekki eins hratt en þó vel yfir hámarkshraða.