31 Júlí 2006 12:00

Fyrirtækið Hlaðbær Colas gerir ráð fyrir að byrja í kvöld malbikunarframkvæmdir á Suðurlandsvegi  í Hveradalabrekku.    Gert er ráð fyrir að verkið taki einn og hálfan sólarhring og mega vegfarendur búast við umferðartöfum á meðan á því stendur.  Ökumenn eru minntir á að virða þær merkingar sem settar eru upp vegna framkvæmdana og aka gætilega um vinnusvæðið.   Rétt er að minna á að hægt er að fara um Þrengsli til að komast hjá þeim töfum sem hugsanlega verða á umferðinni.