1 Febrúar 2008 12:00

Í dag fór fram mánaðarlegur fundur lögreglustjóra og ríkislögreglustjóra.  Á fundinum var m.a. farið yfir stöðu og framtíðarsýn tengt fíkniefnaleitarhundum. 

Ríkislögreglustjóri mun halda áfram uppbyggingu skilvirks og árangursríks skipulags sem tekur mið af þörfum hvers embættis hvað varðar fíkniefnaeftirlit og löggæslu.  Núverandi markmið er að í september n.k. hafi öll teymi lokið grunnnámskeiði, námskeiði í leit á fólki og hafi starfsleyfi í gildi.  Einnig að lögregla eigi enn meira og skipulagðara samstarf við tollgæslu og aðrar stofnanir á sviði fíkniefnaleitarhunda en áður hefur verið.

Sjá nánar meðfylgjandi samantekt hér