17 Febrúar 2009 12:00

Greiningardeild ríkislögreglustjóra hefur lokið við gerð ítarlegrar matsskýrslu fyrir árið 2009 þar sem mat er lagt á skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum hér á landi.  Skýrslan hefur verið kynnt í ríkisstjórn.  Skýrslan er trúnaðarmál, en hér fer á eftir stytt og opinber útgáfa hennar. Árið 2008 var gerð skýrsla sama efnis og hluti hennar kynntur opinberlega. Tilgangurinn með gerð slíks mats er að upplýsa stjórnvöld og almenning um stöðu þessara mála.

Lögregla mun hér eftir sem hingað til leggja ríka áherslu á að tryggja sem best öryggi borgaranna og vinna gegn starfsemi af þeim toga sem lýst er í skýrslunni.

Opinbera útgáfu matsskýrslu ársins 2009 um skipulagða glæpastarfsemi og hættu á hryðjuverkum má nálgast hér.