8 Ágúst 2012 12:00

Karlmaður á þrítugsaldri var í fyrradag stöðvaður við hefðbundið eftirlit tollgæslunnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar, grunaður um vörslur fíkniefna. Lögreglan á Suðurnesjum tók skýrslu af manninum, sem var Íslendingur að koma frá Danmörku. Hann reyndist vera með lítilræði  af kannabis  á sér.