12 September 2014 12:00

Fjórir karlar voru handteknir þegar lögreglan á Suðurnesjum gerði húsleit í íbúðarhúsnæði í umdæminu í vikunni. Í leitinni var lagt hald á umtalsvert magn af kannabisefnum og einnig tóbaksblandað kannabis. Einn mannanna framvísaði hluta efnanna, ellefu litlum glærum plastpokum með kannabis, sem hann hafði falið í nærbuxunum. Stór plastpoki með efnum fannst svo í bakpoka sem komið hafði verið fyrir í skáp í húsnæðinu. Að auki fundust þar neysluáhöld, umbúðir og efnaleifar.

Lögreglan minnir á fíkniefnasímann 800-5005. Í hann má hringja nafnlaust til að koma á framfæri upplýsingum um fíkniefnamál. Fíkniefnasíminn er samvinnuverkefni lögreglu og tollyfirvalda og er liður í baráttunni við fíkniefnavandann.