14 Desember 2013 12:00

Kl.04:20 í morgun var lögreglu tilkynnt um að kynferðisbrot hafi átt sér stað í húsi einu á Ísafirði.  Brotaþoli, ung kona, var flutt til viðeigandi skoðunar á heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Ísafirði þar sem hún nýtur einnig aðhlynningar.

Strax í framhaldinu voru 5 karlmenn handteknir.  Þeir eru í haldi. Lögreglan á Vestfjörðum nýtur aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við rannsókn málsins. Ekki er tímabært að gefa úr frekari upplýsingar um málið enda er rannsókn þess á frumstigi.