15 Desember 2013 12:00
Eins og fram hefur komið í fréttum voru fimm menn handteknir á Ísafirði snemma að morgni laugardagsins 14. desember sl. eftir að ung kona hafði tilkynnt um að brotið hafi verið á henni kynferðislega fyrr um morguninn. Atvikið er talið hafa átt sér stað í húsi einu á Ísafirði. Mennirnir eru allir erlendir ríkisborgarar.
Rannsókn málsins hefur miðað vel og hefur lögreglan á Vestfjörðum notið aðstoðar tæknideildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu við tæknilega þætti hennar.
Á þriðja tímanum í nótt var mönnunum fimm sleppt að loknum yfirheyrslum. Tveir af þeim hafa enn réttarstöðu sakbornings. Um hádegisbilið í dag úrskurðaði Héraðsdómur Vestfjarða, að kröfu lögreglustjórans á Vestfjörðum, þá báða í farbann til 17. febrúar nk.
Rannsókn málsins heldur áfram.