2 Júní 2009 12:00
Að morgni sunnudagsins 31. maí sl. barst lögreglunni á Vestfjörðum kæra vegna meints kynferðisbrots sem talið er að hafi átt sér stað þá um nóttina á Ísafirði. Málið er til rannsóknar hjá rannsóknardeild lögreglunnar á Vestfjörðum. Ekki eru gefnar frekari upplýsingar um málið að sinni af hálfu lögreglunnar.