7 Nóvember 2007 12:00
Lögreglan á Vestfjörðum hefur lagt hald á fartölvu vegna gruns um að í henni sé að finna ólöglegt myndefni. Í kjölfarið var ungur karlmaður handtekinn og að lokinni yfirheyrslu var honum sleppt. Málið er enn á rannsóknarstigi og mun á næstu dögum fara fram rannsókn á innihaldi og umfangi hins ætlaða ólöglega efnis.
Grunur um vörslu á ólöglegu myndefni vaknaði þegar athugulir nettengdir tölvunotendur urðu þess varir að verið var að bjóða myndefni í gegnum Internetið.
Lögreglan bendir á ákvæði 4. mgr. 210 gr. hegningarlaga þar sem segir:
Hver sem flytur inn, aflar sér eða öðrum, eða hefur í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn á kynferðislegan eða klámfenginn hátt skal sæta sektum eða fangelsi allt að 2 árum ef brot er stórfellt.]3) Sömu refsingu varðar að flytja inn eða hafa í vörslu sinni ljósmyndir, kvikmyndir eða sambærilega hluti sem sýna börn í kynferðisathöfnum með dýrum eða nota hluti á klámfenginn hátt.]2)
Lögreglan á Vestfjörðum vill hvetja alla þá sem upplýsingar geta gefið um vörslu á ólöglegu myndefni að hafa samband í síma lögreglunnar 450 3730, eða á netfang Barnaheilla abending@barnaheill.is