5 Júní 2013 12:00

Tollgæslan á Seyðifirði lagði hald á mikið magn af koparplötum og bútum  sem átti að flytja úr landi nýverið með Norrænu. Lögreglan hefur fengið málið til afgreiðslu, enda er hér, að öllum líkindum,  um þýfi að ræða. Lögreglan biður þá sem telja sig hafa vitneskju um eigendur þessa kopars að hafa samband við lögregluna á Egilsstöðum í s. 4702140.