20 Apríl 2012 12:00

Við brottfarareftirlit með bílferjunni Norrænu miðvikudaginn 18. apríl s.l. lagði tollgæslan hald á nokkurt magn meints þýfis og er það lauslegt mat tollsins að verðmætið geti numið allt að 5 milljónum króna. Hið meinta þýfi fannst við leit í bifreið og farangri. Haldlagninguna byggir tollurinn á heimilid í 161. gr. tollalaga nr. 88/2005.

Tollurinn vísaði málinu til framhaldsrannsóknar til lögreglunnar á Seyðisfirði og afhenti henni varninginn.