14 Mars 2011 12:00

Í morgun leitaði lögreglan á Selfossi til almennings um upplýsingar um gráa pallbifreið sem hefði sést við söluturninn Tíuna í Hveragerði.  Ábending kom fljótlega um bifreiðina.  Við nánari skoðun kom í ljós að bifreiðinni hefði verið stolið í Reykjavík um helgina og þjófarnir, sem voru tveir, þeir sömu og eyðilögðu hlið við Syðri Brú í Grímsnesi þessa sömu nótt.  Þeir hafa viðurkennd að hafa reynt að brjóta upp hurðina í söluturninum í Hveragerði.