20 Nóvember 2013 12:00

Fjölgun hefur verið í öllum undirflokkum kynferðisbrota frá síðasta ári nema einum en það eru blygðunarsemisbrot. 

Ef fjöldi tilkynntra kynferðisbrota á mánuði út árið verður svipaður og hann hefur verið það sem af er ári, stefnir í tvöföldun á tilkynningum milli ára.

Mikil aukning er á því að tilkynnt sé um brot sem áttu sér stað fyrir meira en 15 árum en fjöldi slíkra tilkynninga er margfaldur miðað við síðustu ár.

Mikil fjölgun hefur einnig verið á vændisbrotum en frá því núgildandi lög um vændi tóku gildi árið 2009 hafa aldrei komið upp jafn mörg tilvik eins og af er árinu.

Nánari umfjöllun má sjá í afbrotatíðindum ríkislögreglustjóra fyrir október en þau má nálgast hér