27 Maí 2007 12:00

Það sem af er hvítasunnuhelginni hafa 4 ölvaðir ökumenn verið teknir grunaðir um ölvun við akstur hjá lögreglunni í umdæminu.  Einn var tekinn við venjubundið eftirlit á Fáskrúðsfirði á laugardagskvöldið s.l.  Einn var tekinn á Eskifirði um kl. 06:00 að morgni sunnudagsins, og annar stuttu seinna. Sá hafði tekið bifreið traustataki á Eskifirði og ekið henni til Reyðarfjarðar, og út af veginum við Sómastaði í bakaleiðinni, tekist að komast upp á veginn aftur og ekið til Eskifjarðar uns aksturinn stöðvaðist af sjálfusér vegna skemmda á bifreiðinni.  Það mál er enn til rannsóknar. Þá var umferðarslys rétt við bæinn Kvísker í Öræfasveit um kl. 05:15 í nótt, en þar var bifreið með þrem unmennum ekið út af veginum.  Einn farþeginn kastaðist út um afturrúðu og  við frekari eftirgrennslan kom í ljós að hann hafði ekki verið í bílbelti.  Sá var fluttur talsvert slasaður með sjúkraflugi til Reykjavíkur og óvíst með líðan þess aðila.  Ökumaðurinn sem er ungur að árum er grunaður um ölvun við akstur.

Um kl. 19:00 í kvöld rann mannlaus fólksbifreið ofan í Jökulsárlón, en stöðvaðist í flóðvarnargarði.  Eigandinn er erlendur ríkisborgari, á ferðalagi.  Lögregaln á Höfn aðstoðaði við að ná bifreiðinni upp, en notaður var til þess kranabíll frá Höfn.. 

Auk þessa hafa 18 ökumenn verið kærðir fyrir of hraðan akstur, sá sem hraðast ók  mældist á 123 km. hraða á Fagradal.