3 Júlí 2009 12:00

Lögreglan á Hvolsvelli mun verða með aukið eftirlit um helgina.  TF-Líf þyrla Landhelgisgæslunnar verður notuð og mun fara með lögreglunni svæðið alla leið austur á Hornafjörð.  Eftirlit verður á tjaldstæðum, hálendinu og svo í Þórsmörk.  Í gær var ökumaður mældur á ferð sinni á Mýrdalssandi,  á lítillri VW Polo bifreið,  á 162 km hraða.  Hann var sviptur ökuleyfi til 2ja mánaða og hlaut háa fjársekt.   Mjög virkt eftirlit mun verða af hálfu lögreglunnar með hraðakstri, ölvunar- og fíkniefnaakstri.  Vonumst við til að allir fari varlega og skili sér heilir heim að lokinni helgi. 

Lögreglan Holsvelli

Myndin tekin á Kirkjubæjarklaustri að loknu eftirliti TF-Líf sumarið 2008