15 Desember 2014 14:20

Talsvert var um umferðaróhöpp í umdæmi lögreglunnar á Suðurnesjum um helgina.  Í gær var tilkynnt um bifreið sem væri föst þversum á Reykjanesbraut. Lögregla kom ökumanni til aðstoðar. Á vegarkaflanum þar sem þetta átti sér stað var flughált og fuku þar margar bifreiðar út af veginum þegar sterkar vindhviður gengu yfir veginn. Þá höfnuðu tvær bifreiðar til viðbótar utan vegar við afleggjara að Innri-Njarðvík. Einnig var ekið á umferðarskilti við Rósaselstorg. Loks varð árekstur á gatnamótum við Heiðarberg/Garðskagaveg. Kranabifreið var fengin til að fjarlægja bílana. Engin teljandi slys urðu á fólki en talsvert tjón á bifreiðum.