26 Júlí 2011 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu óskar eftir að ná tali af manni, sem að því er virðist, kom í veg fyrir líkamsárás í Mosfellsbæ aðfaranótt laugardagsins 16. júlí sl. Málsatvik eru þau að umrædda nótt, á tímabilinu frá kl. 1-2, voru tveir menn staddir við bensínstöð N1 í Háholti. Annar þeirra var vopnaður barefli og hugðist berja hinn. Af því varð ekki en talið er að þriðji maðurinn, sem átt þar leið hjá, hafi komið í veg fyrir líkamsárás með því að skerast í leikinn. Síðasttaldi maðurinn er vinsamlegast beðinn um að hringja í lögregluna í síma 444-1000 eða hafa samband á netfangið abending@lrh.is