4 Nóvember 2009 12:00

Af þjófnaðarmálum sem eru til rannsóknar hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu snúa tvö að mótorhjólum og eitt að sportbáti. Annað hjólið er auðþekkjanlegt, rautt að lit, en því var stolið úr Rósarima í Reykjavík í sumar. Það er af gerðinni American Ironhors Texas Chopper, skráningarnúmer VH983. Hitt hjólið, svokallaður krossari, hvarf frá Naustabryggju í Reykjavík í haust. Það er af gerðinni Yamaha YZ 450OF, skráningarnúmer YK768. Sportbátnum, Quick Silver, var hinsvegar stolið í sumar en hann var tekinn úr Reykjadal við Reykjaflöt. Þeir sem geta varpað ljósi á þessa þjófnaði eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögreglustöðina á Völuteigi 8 í Mosfellsbæ í síma 444-1190 á skrifstofutíma. Meðfylgjandi eru myndir af mótorhjólunum og sportbátnum.