30 September 2008 12:00

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eiganda mótorkrosshjóls sem fannst nýverið við Gufuneskirkjugarð í Grafarvogi. Eigandi hjólsins, sem sést á meðfylgjandi mynd, getur vitjað þess á lögreglustöðinni við Hverfisgötu gegn framvísun staðfestingar á eignarhaldi.