28 Mars 2011 12:00

Senn líður að lokum Mottumars þetta árið en lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu hafa ekki látið sitt eftir liggja í átaki Krabbameinsfélagsins um karlmenn og krabbamein. Margir þeirra skarta nú ansi myndarlegu skeggi, líkt og sést á myndinni hér að neðan, en fræðast má frekar um framgöngu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu í átakinu með því að smella  hér.