1 Mars 2011 12:00

Lögreglumenn á höfuðborgarsvæðinu mættu slökkviliðsmönnum í íshokkíleik í Skautahöllinni í Laugardal en viðureignin markaði upphaf Mottumars, átaks Krabbameinsfélagsins um karlmenn og krabbamein. Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu, sem tekur þátt í átakinu eins og lesa má um hér, vann nauman sigur, 3-2, eftir framlengdan leik. Meðfylgjandi eru nokkrar myndir úr Skautahöllinni en á þeirri efstu má sjá fyrirliðana Stefán Eiríksson lögreglustjóra og Jón Viðar Matthíasson slökkviliðsstjóra ásamt Sigríði Snæbjörnsdóttur, formanni Krabbameinsfélagsins.

Það getur stundum verið hált á svellinu!

Félagarnir í Lögreglukórnum skildu skautana eftir heima en tóku lagið í staðinn.