19 Ágúst 2013 12:00

Konan sem lést þegar eldur kom upp í hjólhýsi í Þjórsárdal um helgina hét Ragnheiður Sigurbjörg Árnadóttir til heimilis að Fífumóa 2 í Reykjanesbæ.  Hún var 75 ára og lætur eftir sig sambýlismann og þrjú uppkomin börn.  Ásamt rannsóknardeild lögreglunnar á Selfossi komu að rannsókn þessa hörmulega slyss Tæknideild lögreglunnar á Höfuðborgarsvæðinu og Kennslanefnd ríkislögreglustjóra.  Talið er að upptök eldsins hafi verið út frá gasbúnaði í ísskáp hjólhýsisins.