30 Október 2006 12:00
Maðurinn sem fannst látinn í sundlaug Sundhallar Selfoss þann 26. október s.l. hét Ólafur Þór Ólafsson til heimilis að Vallholti 12 á Selfossi. Hann var 42 ára, ókvæntur og barnlaus. Dánarorsök hans liggur ekki fyrir og er beðið niðurstöðu réttarkrufningar um þau.