18 Október 2009 12:00

Maðurinn sem lést í umferðarslysi í Haukadal í Biskupstungum s.l. föstudag hét Jan Dokke, fæddur þann 24.12.1961. Jan lætur eftir sig eiginmann. Hann var farþegi á fjórhjóli hjá eiginmanni sínum og voru þeir í hópi 20 fyrrum og núverandi vinnufélaga sinna frá fyrirtækinu Ergogroup í skemmtiferð hér á landi.

Rannsókn á tildrögum slyssins stendur enn yfir og er hún unnin af rannsóknardeild Lögreglunnar á Selfossi, sérfræðingi í bíltæknirannsóknum og af Rannsóknarnefnd umferðarslysa.