27 Mars 2013 12:00

Maðurinn sem lést í árekstri jeppabifreiðar og dráttarvélar á Skeiðavegi þann 25. mars s.l. hét Ellert Þór Benediktsson til heimilis að Laufskálum 9 á Hellu.   Ellert var fæddur þann 30. mars 1967.  Hann lætur eftir sig eiginkonu og tvo syni, 17 og 20 ára.  Ellert starfaði sem dýralæknir á Dýralæknamiðstöðinni á Hellu.